Árs- skýrsla Ársskýrsla

2017

Janúar
Skref til sjálfbærni

Mannvit bætti rafbílum í bílaflotann og samdi við Kolvið um plöntun trjáa til jöfnunar á móti bensínbílum félagsins sem ekki hefur verið skipt út. 

Janúar
Mæðrastyrksnefnd Kópavogs lagt lið

Fjárframlag að upphæð 350 þúsund krónur veitt til Mæðrastyrksnefndar Kópavogs í stað þess að senda út hefðbundin jólakort til viðskiptavina.

Febrúar
Þeistareykjastöð í sjálfbærnimat

Sjálfbærni jarðvarmavirkjunarinnar var metin út frá nýjum matslykli á sjálfbærni sem unninn var í samstarfi við orkufyrirtæki og stofnanir undir verkstjórn Mannvits.

Febrúar
Innleiðing sjálfbærnistefnu hjá fyrirtækjum

Framkvæmd sjálfbærnistefnu, áskoranir og reynslusögur innlendra og erlendra sérfræðinga voru viðfangsefni á morgunverðarfundi Mannvits um innleiðingu sjálfbærnistefnu hjá fyrirtækjum.

Mars
Fyrirmyndarfyrir- tæki í stjórnarháttum 2016-2017

Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum hefur veitt Mannviti viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum 6 ár í röð.

Mars
Ný gas- og jarðgerðarstöð SORPU í Álfsnesi

Mannvit sér um verkfræðiráðgjöf stöðvarinnar sem verður stórt skref í umhverfismálum á höfuðborgarsvæðinu þegar urðun á heimilisúrgangi verður hætt.

Júní
WOW Cyclothon tekið með trukki
Júní
Uppsteypa hefst á Marriott Edition

Framkvæmdir á Marriott Edition hótelinu hófust þegar Ístak byrjaði að steypa grunninn að byggingunni.

Ágúst
Karmøy álverið í Noregi vígt

HRV, sem er í eigu Mannvits og Verkís, var með alhliða samning við Hydro um hönnun, innkaup og umsjón á hluta framkvæmdarinnar.

Október
Samfélagsábyrgðar-skýrsla til UN Global Compact

Félagið vill leggja sitt að mörkum við að stuðla að sjálfbærni íslensks samfélags og sendir árlega framvinduskýrslu til Global Compact.

Október
Arctic Circle 2017

Svend Hardenberg, framkvæmdastjóri Mannvits í Grænlandi, flutti erindi um áhrif vatnsaflsvirkjunarinnar í Ilulissat, Grænlandi á samfélagið.

Október
Málþing um rakaskemmdir í íbúðar- og skrifstofuhúsnæði

Sérfræðilæknar á Landspítala útskýrðu áhrif myglu á heilsufar, ásamt erindum frá arkitekt og verkfræðing um aðgerðir og leiðir til að eiga við rakavandamál.

Nóvember
Boxið framkvæmda- keppni framhalds- skólanna

Þraut Mannvits var að smíða brú úr 1 kg af spaghetti og brúa 50 cm bil. Lið FB smíðaði sterkustu brúna, sem þoldi 1.8 kg., en MH sigraði heildarkeppnina.

Nóvember
Þeistareykjastöð gangsett

Mannvit lék stórt hlutverk við undirbúning, hönnun og byggingu þessarar glæsilegu 90 MW jarðhitavirkjunar Landsvirkjunar.

Nóvember
Norðfjarðargöng opnuð

Göngin sem eru 7.9 km löng eru mikil samgöngubót fyrir Austfirðinga og stytta leiðina milli Eskifjarðar og Neskaupsstaðar um 4 km. Mannvit vann með Vegagerðinni að gangagreftri, styrkingum, lagnakerfum fyrir fráveituvatn, veguppbyggingu innan og utan ganga.

Desember
Fræðslufundur um myglu í húsnæði

Samtök verslunar og þjónustu og Mannvit efndu til fræðslufundar á Grand Hótel um áhrif myglu á hús og híbýli, og réttarstöðu fasteignaeigenda.

Desember
Undirritun loftlagssamnings Reykjavíkurborgar

Mannvit skuldbindur sig til að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum í takt við markmið félagsins og Global Compact sáttmála SÞ.