Samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Ábyrgð í verki

Samfélög þurfa að horfa til sjálfbærni og sjálfbærrar þróunar til að að tryggja velferð þjóðar til framtíðar. Við áttum okkur á mikilvægi þess að samfélög þróist á sjálfbæran hátt og viljum vera leiðandi afl í þeirri þróun og þeim breytingum sem þurfa að eiga sér stað hérlendis.

Við gefum nú út aðra framvinduskýrslu Mannvits þar sem við sýnum hvernig okkur gekk á liðnu ári að innleiða viðmið Global Compact og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í starfsemi okkar og framfylgja þeim markmiðum sem við settum okkur í upphafi árs. 

Við leitumst við að hafa sjálfbærni að leiðarljósi í upphafi verks og birtum nokkur verkefni sem við tengjum beint við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hlutverk okkar við að stuðla að sjálfbæru samfélagi. 

 

Hér er að finna Samfélags- og sjálfbærniskýrslu Mannvits 2017 í pdf.